Allar fréttir

Við bjóðum ykkur velkomin á þær sýningar sem settar hafa verið upp í menningarhúsum Borgarbókasafnsins í tilefni af Hönnunarmars. Opnanir eru sem hér segir:

Hringrás | Ólöf Einarsdóttir 
15. mars kl. 17:30 í Menningarhúsi Kringlunni

Borgarbókasafnið á Hönnunarmars

Í lok febrúar var tónlistarviðburðurinn Jazz í hádeginu tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz og blús. . Tónleikaröðin hefur verið í gangi í fjögur ár, fyrst í Gerðubergi en nú einnig í Borgarbókasafninu Grófinni og Spönginni. Markmið tónleikaraðarinnar er að færa tónlistina út í hverfi borgarinnar. 

Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari er listrænn stjórnandi dagskrárinnar en hann er jafnframt á meðal flytjenda. Hann fær til liðs við sig ýmsa tónlistarmenn úr jazz-senunni sem saman flytja tónlist undir ákveðinni yfirskrift.

Íslensku tónlistarverðlaunin Leifur Gunnarsson Borgarbókasafnið

Tilkynnt var í dag hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018, en verðlaunin verða afhent hefðinni samkvæmt síðasta vetrardag í Höfða.

stulkur.jpg
Nemendur úr Allegró Suzukiskólanum léku við athöfnina, Emilía Árnadóttiro g Þórunn Sveinsdóttir.

Föstudaginn 2. mars er safnið lokað vegna starfsdags starfsfólks. Opið verður um helgina samkvæmt afgreiðslutíma.

 

Vegna veðurs keyrir Bókabíllinn Höfðingi ekki í dag, fyrir hádegi, miðvikudaginn 21. febrúar.

Bókabíllinn Höfðingi er í viðgerð og keyrir því ekki í dag, föstudaginn 9. febrúar.

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017 voru kynntar á Borgarbókasafninu í Grófinni síðdegis fimmtudaginn 1. febrúar.

Vegna veðurs mun bókabíllinn Höfðingi ekki vera á Kjalarnesinu kl. 18:30-19:30 í dag, fimmtudaginn 1. febrúar.
 

Bókabíllinn Höfðingi

Þann 30. janúar var nákvæmlega eitt ár liðið síðan Rafbókasafnið fór í loftið. Fyrst í stað gátu aðeins korthafar Borgarbókasafnsins fengið lánað en nú hafa almenningsbókasöfn um allt land veitt lánþegum sínum aðgang að safninu og þar með rúmlega 4000 titlum.

Í Rafbókasafninu eru rúmlega 3.000 rafbækur og 600 hljóðbækur, mest enskar rafbækur. Hlutur hljóðbóka fer þó ört vaxandi, enda njóta þær sívaxandi vinsælda. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur; en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík.

Ísland mætir Serbíu á Evrópumótinu sem fram fer í Króatíu þessa dagana. Leikurinn fer fram í dag 16. janúar og verður sýndur í Kamesinu á 5. hæðinni í Grófarhúsinu og hefst upphitun 16.45. Það verður svo flautað til leiks 17.15. Heitt á könnunni og allir velkomnir.