Vinnustofa í skapandi skrifum | Söguhringur kvenna og Ós Pressan

Vinnustofa í skapandi skrifum fyrir allar konur

17. og 18. nóvember, 24. og 25. nóvember 2018 
9. og 10. febrúar, 16. og 17. nóvember 2019
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 

Söguhringur kvenna og Ós Pressan býður upp á vinnustofur fyrir konur í skapandi skrifum í nóvember og í febrúar 2019. 

Þátttakendur munu vinna með ólíkar aðferðir í skrifum í fjölmála umhverfi. Höfundar fá tækifæri til að prófa sig áfram með mismunandi gerðir skrifa og munu eiga í samræðum um þá upplifun að vinna milli tungumála. Rætt verður um aðferðir til að eyða ritstíflu og koma á auga á sjálfsrýninn innra með okkur öllum. 

Þátttakendur fá einnig tækifæri til að þróa fyrsta og annað uppkast með aðstoð leiðbeinenda. Þeir fá þjálfun í að koma skrifum inn í hversdagsrútínuna og hvernig best er að ritstýra sjálfum sér og öðrum. Einnig verður unnið áfram með textann í hvers kyns formi sem hann getur tekið sér; sjónrænt, rafrænt eða í listrænum gjörningi. 

Vinnistofurnar eru haldnar yfir fjórar helgar, tvær í nóvember og tvær í febrúar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti í öll skiptin. 

Aðalleiðbeinandi er Angela Rawlings ásmt Ewu Marcine, Larissu Kyzer, Elenu Ilkovu og Randi W. Stebbins. 

Vinnustofurnar eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á ospressan [at] gmail.com.

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 17. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

16:00