Verk í vinnslu | Sýning

Opið vinnurými ungra listamanna 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
1.október - 31.október 2018 

Áður en myndlist er hengd upp í sýningarrými, skrásett á blaðsíður í bók eða flutt í þaulæfðum gjörningi þarf ýmislegt að gerast fyrst.
Tilraunir geta mistekist - en eru mistökin ef til vill efni í nýtt verk? Gott samtal við gamlan vin eða splunkunýjan skapar hugmynd sem leggur ferlinu lið, svarar áríðandi spurningu og býr til nýjar spurningar.
Nú liggja allt í einu tvö verk, hlið við hlið fyrir tilviljun. Hvaða hugmyndir verða til á milli þeirra?

Til að myndlist verði til þarf tíma og pláss. Tíma til að rannsaka, pláss í höfðinu til að hugsa, pláss fyrir stól fyrir líkama til að sitja í, pláss á hörðum diski, pláss fyrir sull.
Tíma til að skipta um skoðun og byrja uppá nýtt.

Hópur ungs myndlistafólks mun dvelja í sýningarsal Gerðubergs og vinna að myndlist sinni í tilefni af mánuði myndlistar, októbermánuði. Myndlist er fjölbreytt starf, þáttakendur verkefnisins eiga hver sína vinnuaðferð og eru sem stendur á ólíkum stað í eigin ferli.

Rýmið verður opið safngestum og því er tækifæri til að kynnast ferli ólíkra myndlistarmanna og skoða myndlist sem er enn verk í vinnslu.

Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Sýnt og rætt og Sambands íslenskra myndlistarmanna. 

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdóttir [at] reykjavik.is
411-6182

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 31. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

16:00