Upplestur | Konur um konur

Konur skrifa um konur | Upplestur

Borgarbókasafnið Menningarhús Grófinni, miðvikudag 19. des kl. 16.30 - 18

Ævi og örlög íslenskra kvenna eru umfjöllunarefni bóka þeirra fjögurra kvenna sem koma saman og lesa úr verkum sínum í Borgarbókasafninu miðvikudaginn 19. desember klukkan 16.30. 

Upplesturinn er í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands og fer fram í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Rakel Adolphsdóttir, forstöðukona Kvennasögusafnsins, stýrir viðburðinum. 

Á upplestrinum lesa höfundar úr eftirfarandi verkum: 

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir les úr bókinni Auðnu
Ásdís Halla Bragadóttir les úr bókinni Hornauga
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir les úr bókinni Amma – draumar í lit
Margrét Blöndal les úr bókinni Vertu stillt! 

Viðstöddum gefst kostur á að kaupa bækur á staðnum og fá þær áritaðar af höfundum.

Nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, s. 821 4241

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 19. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:00