Þetta vilja börnin sjá! | Myndlýsingar

Ævintýri upp úr bók

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
20. janúar - 31. mars 2019

Sýning á myndlýsingum í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 opnar í Gerðubergi sunnudaginn 20. janúar kl. 14. Þetta er í sautjánda skiptið sem sýningin er sett upp. Að þessu sinni taka 19 myndhöfundar þátt og sýna myndirnar vel þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu.

Sýningin stendur til 31. mars en fer þá á flakk um landið. Fyrsti viðkomustaður er Amtsbókasafnið á Akureyri en sýningin opnar í byrjun apríl.

Myndhöfundar:

Anna Lísa Björnsdóttir • Arnór Kárason • Bergrún Íris Sævarsdóttir • Elsa Nielsen • Freydís Kristjánsdóttir • Hafsteinn Hafsteinsson • Heiða Rafnsdóttir • Heiða Björk Norðfjörð • Ingi Jensson • Kristín Ragna Gunnarsdóttir • Laufey Jónsdóttir • Linda Ólafsdóttir • Martine Jaspers-Versluijs • Rán Flygenring • Ryoko Tamura • Sigmundur B. Þorgeirsson • Sigrún Eldjárn • Svafa Björg Einarsdóttir • Þórarinn Már Baldursson

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri fræðslu og miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 20. janúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00