Sagnfræðikaffi | Vinnuhjú og vistarband

heyskapur á þingvöllum á 19. öld

Vilhelm Vilhelmsson segir frá kjörum vinnuhjúa

Menningarhús Spönginni, mánudaginn 25. febrúar kl. 17:15

Í fyrirlestrinum verður fjallað um sögu og hlutverk vistarbandsins í íslensku samfélagi, óljósan uppruna þess og þróun í gegnum tíðina. Rætt verður um hlutskipti og kjör vinnuhjúa á 19. öld, þversagnakennda stöðu daglaunamanna í lögum og hversdagslífi og þær aðferðir sem fátækt verkafólk beitti til þess að bæta kjör sín, ná sér niður á vondum húsbændum og lifa með sjálfsvirðingu og reisn.

Vilhelm Vilhelmsson (f. 1980) er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Bók hans, Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld (Sögufélag 2017), er að stofni til doktorsritgerð hans. Bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018 í flokki fræðirita, viðurkenningar Hagþenkis sama ár og menningarverðlauna DV sama ár.

Öll velkomin!

Myndin sýnir heyskap á Þingvöllum upp úr miðri 19. öld, hana er að finna í bókinni Pen and Pencil Scetches of Faroe and Iceland (1872) eftir Andrew James Symington.
 

Nánari upplýsingar: Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 25. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:15

Viðburður endar: 

18:00