Opnunarpartí | Kompan hlaðvarpsstúdíó

Kompan

Kompan | Hlaðvarpsstúdíó Borgarbókasafnsins 
Opnunarpartí

Menningarhús Grófinni, föstudag 18. maí kl. 17 - 18

Föstudaginn 18. maí kl. 17:00 opnar Borgarbókasafnið í Grófinni hljóðver tileinkað hlaðvarpsupptökum. 

Gestum bókasafnsins gefst nú kostur á að bóka Kompuna og nota upptökubúnað safnins fyrir hlaðvarpsupptökur þeim að kostnaðarlausu. Tekið er á móti bókunum í gegnum netfangið hladvarp [at] borgarbokasafn.is

Í tilefni af opnun Kompunnar bjóðum við gestum og gangandi að koma og kíkja í stúdíóið, prófa tækjabúnaðinn og gleðjast með okkur. Við frumflytjum við sama tækifæri hlaðvarpsþátt sem útvarpskonan Vera Illugadóttir vann sérstaklega fyrir Borgarbókasafnið í tilefni opnunarinnar! 

Viltu taka upp viðtal við langömmu þína? Ræða nýjustu fréttir við besta vin þinn? Taka upp þriggja tíma einræðu um skósmíðar? Komdu í Kompuna - þar er, merkilegt nokk, pláss fyrir alla.
 

Viðburðurinn á Facebook. 

Nánari upplýsingar veitir: 

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is, s. 411 6109 og 699 3936
 

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 18. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00