Micro:bit smiðja fyrir 9-13 ára

Micro:bit smiðja fyrir 9-13 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 19. janúar kl. 14:00-15:30

Þátttaka ókeypis. Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig: https://goo.gl/forms/EkkNPwlrTcnLR56I2 

Laugardaginn 19. janúar mun leiðbeinandi frá Skema (HR) leiða okkur inn í spennandi heim Micro:bit, þar sem við lærum að forrita Micro:bit örtölvur.  Micro:bit býður upp á fjölbreyttar leiðir til að læra grunnhugtök í forritun á auðveldan og umfram allt skemmtilegan hátt. Hægt er að forrita einfaldar skipanir á örtölvuna eins og myndir, hljóð og stafi en auk þess er hægt að búa til flóknari skipanir á Micro:bit svo að tölvan nýtist sem áttaviti eða skilaboðamóttakari svo eitthvað sé nefnt.

Kóðinn 1.0 hefur lánað safninu nokkrar Micro:bit örtölvur svo þeir sem ekki eiga Micro:bit geta fengið að fikta. Annars eru þátttakendur hvattir til að koma með sína eigin Micro:bit tölvu ef þeir eiga hana.
Þau sem vilja vita meira um Kóðan 1.0 er bent á heimasíðu kóðans en þar má meðal annars finna skemmtilegar Micro:bit áskoranir. 

Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins

Síðustu misseri hefur Borgarbókasafnið lagt áherslu á að skapa vettvang sem styður við tæknilæsi barna og ungmenna. Með því að bjóða upp á aðstöðu, aðgengi og grunnkennslu gestum að kostnaðarlausu, vonumst við til að hvetja börn til að afla sér þekkingar og læra í gegnum leik og fikt.

Viðburðinn á facebook má sjá hér. 

Nánari upplýsingar veitir: 

Natalie Colceriu
nataliejc [at] reykjavik.is
411-6175

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 19. janúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:30