Bókakaffi | Forsmekkur að jólabókunum

Upplestur rithöfundar jólabækur Auður Ava Ólafsdóttir Lilja Sigurðardóttir Kamilla Einarsdóttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Lilja Sigurðardóttir og Kamilla Einarsdóttir lesa úr verkum sínum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Fimmtudaginn 22. nóvember kl 17:30-18:30

Borgarbókasafnið í Kringlunni býður upp á upplestur þriggja höfunda úr mismunandi áttum ásamt kaffi og smákökum til að ylja gestum í skammdeginu.

Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir bókina Ör kemur með nýja bók sína, Ungfrú Ísland. 

Lilja Sigurðardóttir sem hlaut Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir síðustu bók sína Búrið, fylgir henni eftir með spennusögunni Svik.

Kamilla Einarsdóttir gefur út sína fyrstu bók, Kópavogskróniku núna fyrir jólin.

Nánari upplýsingar:
Hildur Baldursdóttir
hildur.baldursdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 22. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

18:30