Lífsstílskaffi | Umhverfisvæn jól

Lífsstílskaffi Umhverfisvæn jól Edda Ýr Garðarsdóttir

Lífsstílskaffi | Umhverfisvæn jól
Jólainnpökkun og kort úr endurnýttu efni.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 5. desember kl. 20-22

Í Lífsstílskaffinu mun Edda Ýr Garðarsdóttir kynna hvernig hægt er að gera fallega jólapakka, kort og skraut úr gömlum bókum, tímaritum og jólakortum. Hvernig er hægt að nýta nánast allt sem til fellur af heimilinu og nýta í eitthvað fallegt fyrir jólin?

Hvað þarf?
Taktu endilega með gömul jólakort og fallegar bækur eða það sem þig langar að nota í jólaundirbúninginn. Á staðnum verða bækur, tímarit, gömul jólakort, skæri, lím, heftarar, skapalón, og fl. 

Edda Ýr Garðarsdóttir er myndlistarkona, kennari og mikil áhugamanneskja um endurnýtingu. 

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffikvöld í Gerðubergi en í vetur er jafnframt boðið upp á Ljóðakaffi, Heimspekikaffi og Bókakaffi á miðvikudagskvöldum. Nánari upplýsingar um kaffikvöld í Gerðubergi er að finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
S: 4116114

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 5. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00