Lífsstílskaffi | Skammdegið, lundin og meltingin

Heiða Björk

Lífsstílskaffi | Lundin, skammdegið og meltingin.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20-22

Heiða Björk Sturludóttir.

Hvernig má bæta lundina í skammdeginu með hjálp næringar og lífsstíls. Farið verður yfir meltingarveginn og hvað þar getur farið úrskeiðis, fjallað um áhrif birtu á líkamann, og hvaða næringarefni, bætiefni og jurtir geta gagnast til að styðja við andlega heilsu. Öndunaræfingar sem styðja við meltingu og slökun verða kenndar.

Sjá nánar um Heiðu Björk á vefsíðunni http://www.heidabjork.com/

Lífsstílskaffi er hluti af viðburðaröðinni Kaffistundir en í vetur er jafnframt boðið upp á Ljóðakaffi, Heimspekikaffi og Bókakaffi á ýmsum kvöldum í ýmsum menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Nánari upplýsingar um kaffistundir er að finna á heimasíðu Borgarbókasafnsins.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir
holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
S: 4116114

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 6. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00