Lífsstílskaffi | Mjaðargerð og brugg

íslenskur mjöður

Mjaðargerð og bjórbrugg

Fimmtudaginn 14. mars kl 17:30 - 19:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni

Stofnendur Öldurs, fyrstu maðargerðar á Íslandi munu fjalla um mjöð og hvernig mjaðargerð er ólík hefðbundinni bjórgerð. Sigurjón og Helgi munu segja frá ferli sínu við að stofna sitt eigið fyrirtæki, hvað þeir hafa lært og hvert þeir stefna. Boðið verður upp á smakk í lokin á nýjustu afurðum mjaðargerðarinnar. 

Öldur er fyrsta mjaðargerð Íslands, stofnuð af Sigurjóni Friðrik Garðarssyni og Helga Þóri Sveinssyni árið 2017. Helgi hefur starfað við bruggun og eimingu hjá þremur íslenskum fyrirtækjum og báðir hafa þeir verið virkir í heimabruggi á Íslandi í mörg ár. Á þeim árum hafa þeir meðal annars unnið til verðlauna á Bjórkeppni Fágunar, félagi áhugafólks um gerjun, og kynnt sér allt sem hægt er um mjaðargerð. Nafnið Öldur kemur frá gömlu íslensku orði sem þýðir áfengur drykkur.

Lífsstílskaffið er hluti af viðburðardagskrá sem tengist sýningunni Ertu alveg viss? | Stutt innlit í Brennu-Njáls sögu en sýningin er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, Gagarín og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. Hægt verður að skoða sýninguna fyrir og eftir lífsstílskaffið. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is 
S. 411-6182

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 14. mars 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

19:00