Leshringurinn 101 | Sólskinshestur

Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttir

Leshringurinn 101 hefur störf 

Þriðjudaginn 12. febrúar kl 17:30 - 18:30 
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni 

Á þessu fyrsta starfsári Leshringsins 101 verða lesnar bækur sem allar gerast í miðbæ Reykjavíkur. Við byrjum á skáldsögunni Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur. 

Um bókina: 

"Ástin og sorgin birtast hér í sínum margbrotnu myndum í einstakri og áhrifamikilli skáldsögu um óvenjulegan uppvöxt með sérvitrum foreldrum, um æskuástina sem snýr aftur, um hugástir og ástarþráhyggju, og skuggana sem lita líf okkar.Sólskinshestur hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2005."

Leshringurinn hittist í Grófinni annan þriðjudag í mánuði  kl.17:30-18:30. Hugguleg stemning, kaffi og spjall.

Umsjón: Guðrún Baldvinsdóttir, 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is

Leshringurinn er opinn! Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á Guðrúnu Baldvinsdóttur.

Dagskrá vorsins:

12. febrúar: Sólskinshestur, Steinunn Sigurðardóttir
12. mars: Konur, Steinar Bragi 
9. apríl: Sögur og ljóð, smásögur Ástu Sigurðardóttur 
14. maí: Táningabók, Sigurður Pálsson

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 12. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:30

Viðburður endar: 

18:30