Leikritunarsmiðja | Árbæ

Manneskja að skrifa

Leikritunarsmiðja

Borgarbókasafninu I Menningarhúsi Árbæ
17. febrúar og 3. mars, kl. 12:15-14:14 

SKRÁNINGU LOKIÐ

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur - Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa leikritarhandrit undir leiðsögn Þorvalds Sigurbjarnar Helgasonar.  Afrakstur námskeiðsins verður fullbúið leikritarhandrit sem börnin geta sent í samkeppni til KrakkaRÚV.

Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar velja tvö handrit og sviðsetja og verður besta handritið verðlaunað á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor en hátíðin er sýnd beint frá Rúv. 

Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er sjálfstætt starfandi rithöfundur og sviðshöfundur búsettur í Reykjavík. Fyrsta ljóðabók Þorvaldar, Draumar á þvottasnúru, kom út vorið 2016 í seríunni Meðgönguljóð og önnur ljóðabók hans, Gangverk, kemur út hjá Forlaginu í febrúar. Hann er með BA gráðu frá sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Leikrit eftir Þorvald hafa m.a. verið sett upp á leiklistarhátíðinni Ungleik og hann hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum sjálfstæðum sviðslistaverkefnum undanfarin ár.

Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig. 

Nánari upplýsingar:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir 

ingibjorg.osp.ottarsdottir [at] reykjavik.is 

s. 411-6100

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 3. mars 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:15

Viðburður endar: 

14:15