Kvennaþing | Sýning til 2.12.

Kvennaþing - Alfa Rós Pétursdóttir

Alfa Rós Pétursdóttir setur upp verkið Kvennaþing á kvennafrídeginum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
24. október - 2. desember 2018

Í tilefni af kvennafrídeginum sýnir listakonan Alfa Rós Pétursdóttir verk sitt Kvennaþing sem tengist femínískri baráttu og byltingum samtímans. 

Alfa Rós segir að verkinu sé ætlað að upphefja handverk kvenna og lærði hún því nýjar handverksaðferðir fyrir þetta verk og önnur skyld. Verkið táknar samfélag kvenna og samstöðu innan þess og sýnir konur eins og þær eru, sem er alls konar þegar að er gáð. Brjóst koma ekki alltaf í pörum og tilheyra ólíkum manneskjum. Þau eru líkamshluti eins og hver annar. Mikil vinna liggur að baki verkinu og í vinnsluferlinu sýndi margt fólk samstöðu í verki.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is
s. 411 6115

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 2. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00