Kvæðamannafélagið Iðunn | Fundur og kvæðalagaæfing

bækur og stækkunargler

Febrúarfundur Kvæðamannafélagsins Iðunnar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00

Næsti fundur hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður haldinn föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00 og næsta kvæðalagaæfing verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 19:00

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á febrúarfundinum og verður hún með þorrabrag.

Katelin Parsons flytur fyrirlestur sem hún nefnir Munnharpan:
Alþýðuhljóðfæri eða myndlíking? Fjallar hann um rímnakveðskap og
flutning hans á 17. öld.

Katelin er í doktorsnámi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands.

Þjóðlagasveitin Skorsteinn leikur nokkur lög. 

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Samöngur: Tvísöngvar og þorralög. Bára Grímsdóttir stjórnar.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 8. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

21:00