Krakkahelgar | Ævintýrateiknismiðja

Ævintýratröll

Krakkahelgar | Ævintýrateiknismiðja

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Laugardaginn  10. nóvember kl. 13:30

Handanheimar í horninu.
 
Í þessari teiknismiðju fær hugmyndaflugið að fara á loft. Gestir töfra fram ævintýraheim, fullan af fjöllum, tröllum og hvað eina sem ímyndunaraflið framkallar. Búið verður til kort af þessum heimi og spurningum varpað fram;  Hvar viltu búa? Með nornum eða í hornunum, upp á fjalli eða í skógardalli? 
Þórey Mjallhvit, teiknari, rithöfundur og kennari mun leiða þessa smiðju. 

Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að skrá sig með því að senda póst á:

rut.ragnarsdottir. [at] reykjavik.is

Nánari upplýsingar veitir:
Rut Ragnarsdóttir
rut.ragnarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6210
 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 10. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:30

Viðburður endar: 

15:00