Handverkskaffi | Jólakransagerð

Jólakransagerð

Jólakransagerð með Helgu í Árbæjarblómum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 16.30-18.30

„Kátt er um jólin!“ Í nóvember styttist í aðventuna og jólabörnin fara að huga að jólaskreytingum. Þá er upplagt að skella sér á bókasafnið í hverfinu og læra að búa til fallegan krans sem festa má á útihurðina eða til að hafa á borði. Helga Helgadóttir frá Árbæjarblómum  ætlar að leiðbeina með kransagerðina. Hún verður með allt efni meðferðis sem til þarf og hægt verður að kaupa það á staðnum.
Skráning nauðsynleg.

Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins í síma 4116250 og arbaer [at] borgarbokasafn.is

Nánari upplýsingar:
Jónína Óskarsdóttir 
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is
 

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 22. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

18:30