Horfðu til himins! | Ljósmyndasýning

norðurljós, Kristvin Guðmundsson

Kristvin Guðmundsson sýnir ljósmyndir

Menningarhús Spönginni, 2. febrúar - 9. mars 2019

Norðurljósin hafa heillað Kristvin frá því að hann byrjaði að reyna að fanga þau á mynd árið 2014. Það er mikil áskorun, sem snýst til að mynda um það að vera á réttum stað á réttum tíma og fá alla náttúruna til að spila með. Með tækni nútímans er vissulega hægt að eiga við norðurljósamyndir eftirá, en við það tapast galdurinn, segir Kristvin.

Annað verkefni hans undanfarin ár eru drónamyndatökur, dróninn svífur um loftin blá og tekur myndir af borgarlandslaginu, framandi og falleg sjónarhorn koma fram þegar borgin birtist úr lofti.

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, laugardaginn 2. febrúar kl. 14.

Myndir Kristvins má skoða hér: www.kristvin.com

Hann er einnig stofnandi Facebook-hópsins Aurora Hunters Iceland

Sýningin er opin á opnunartíma safnsins, mán-fim 10-19, fös 11-19 og lau 12-16.

Frekari upplýsingar veitir: Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 9. mars 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00