Heimsálfar | Sögustund á pólsku

Borgarbókasafn, bókasafn, menningarhús, spöng, spöngin, library, reykjavík, reykjavíku, city library, sögustund, heimsálfar, pólska, polish, iwona

Hugguleg sögustund með Iwonu

Laugardaginn 9. mars kl 14:00-15:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni 

Iwona Bergiel mætir í Spöngina og les skemmtilega sögu á pólsku á bókasafninu. Öll börn velkomin! 

 

Heimsálfaverkefni Borgarbókasafnsins er sjálfboðaverkefni þar sem fólk mætir og les bækur fyrir börn á ýmsum tungumálum. Heimsálfastundirnar eru opnar öllum. Nánar um heimsálfa hér.

 

”Heimsálfar” er fjölmenningarverkefni Borgarbókasafnsins þar sem börnin fá að njóta sín, tengjast og blómstra saman þvert á tungumál og menningu.
Áhersla er lögð á að efla fjölmenningarfærni barna í borginni og stuðla að sameiginlegum vettvangi á bókasafninu fyrir samskipti þar sem sköpun, hugmyndaauðgi og gleði er haft að leiðarljósi.

Öll börn eru "heimsálfar" og allir eru velkomnir að koma og taka þátt!
Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni

 

Frekari upplýsingar veitir: 

Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6230 og 411-6237

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 9. mars 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00