Haustmarkaður í Árbæ

Sölumarkaður

Haustmarkaður í Árbæ

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Sunnudaginn 23. september kl. 12-16

Það verður sannkölluð markaðsstemning í Árbænum sunnudaginn 23. september. Á fjölda söluborða bjóða íbúar í Árbænum og nágrenni upp á alls kyns varning og góðgæti s.s. haustuppskeruna af grænmeti og berjum, sultutau, bakkelsi, prjónavörur, skartgripi, snyrtivörur, bækur, föt og margt fleira. Eitt er víst að það verður hægt að gera reifarakaup!

Hin sívinsæli Blaðrari mætir á svæðið og býr til furðudýr og fígúrur úr blöðrum.

Ástir og örlög verða líka rædd hjá spákonunni Lissý sem hún býður hraðspá fyrir gesti.

Indælis rjómavöfflur verða til sölu gegn vægu gjaldi og stemningin verður eins og hún gerist best.

Allir hjartanlega velkomnir!

Þeir sem hafa áhuga á að vera með söluborð, skrái sig í afgreiðslunni eða netpósti fyrir föstudaginn 14. september. Gott tækifæri fyrir íþróttafélög, saumaklúbba og aðra hópa.

Ókeypis söluborð og eyjur!

Nánari upplýsingar:

Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjvik.is
411 6250

 

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 23. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

16:00