FRESTAÐ UM VIKU - Handverkskaffi | Fataviðgerðir fyrir karla

Fataviðgerðir fyrir karla

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
21. janúar kl. 17.00  

Þegar þorrinn er á næsta leiti og karlmennskan í algleymingi er ekki úr vegi fyrir herra að athuga ástandið á fatnaðinum. Ef til vill eru tölur farnar að losna, saumsprettur og jafnvel göt myndast á uppáhaldsflíkinni. Hvað er þá til ráða fyrir sjálfstæðan og óháðan karlmann sem alltaf hefur dreymt um gera sjálfur við sinn fatnað?

Þorrinn hefst með bóndadegi 25. janúar og þennan síðasta mánudag góu verður haldið örnámskeið í Borgarbókasafninu í Árbæ þar sem Elínborg Ágústsdóttir nemi í kjólasaumi og klæðskurði við Tækniskóla Íslands, leiðbeinir karlmönnum á öllum aldri við minniháttar fataviðgerðir. (Önnur kyn eru líka velkomin). Farið verður yfir helstu grunnatriði í saumaskap t.d. að festa tölur og hnappa eða stytta buxur. Námskeiðið stendur yfir í einn til einn og hálfan klukkutíma.

Verið velkomin!

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is
411 6250

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 21. janúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

00:00