Grýlukaffi - "hún er sig svo ófríð og illileg með"

Grýla, Halldór Pétursson, Grýlukaffi, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Terry Gunnell segir frá Grýlu og hyski hennar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Mánudaginn 26. nóvember kl. 17:15-18:00

Sögur af Grýlu hafa skelft íslensk börn (og jafnvel fullorðna) allt frá því á 13. öld, en fyrst er getið um þessa forynju sem leggur sér óþekk börn til munns í heimildum frá þeim tíma. En hverra manna er Grýla og hverjum tengist hún? Rannsóknir sýna að hún á sér ekki bara ættingja hér á landi, heldur einnig í Skandinavíu, Þýskalandi, Austurríki og á Írlandi.

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, í rannsóknum sínum hefur hann aðallega fengist við þjóðsagnir, þjóðtrú, hátíðir og dulbúningasiði á Norðurlöndum fyrr og nú; norræna trú; og sviðlist.

Myndin er hluti af mynd Halldórs Péturssonar sem birtist í Vísnabókinni, en hún kom fyrst út árið 1946.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is
 

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 26. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:15

Viðburður endar: 

18:00