Fjölskyldustund | Svefnvenjur barna

foreldrar parents fjölskyldustund borgarbókasafnið menningarhús reykjavík city library spöng ungabörn börn children family gatherings toddler bókasafn culture house svefn sleeping arna skúladóttir draumaland

Svefnvenjur barna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Þriðjudaginn 20. nóvember kl. 14 -15

Arna mun fjalla um svefnvenjur ungra barna.
Hún mun m.a. taka fyrir daglegt líf og svefn, lundarfar og áhrif þess á svefn og notkun á skjátækjum og áhrif þeirra.

Arna Skúladóttir er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir.
Arna er höfundur bókarinnar Draumalandið.

Svefn er ekki afmarkaður þáttur í lífi barna, heldur er hann samofinn hlutum eins og næringu, þroska og persónuleika.

Enginn aðgangseyrir
Heitt á könnunni
Verið öll velkomin

Nánari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6237

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 20. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00