Fjölskyldustund með Sæunni Kjartansdóttur

Sæunn Kjartansdóttir spjallar um fyrstu árin

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Föstudaginn 16. nóvember kl. 14:00-15:00

Sálfræðingurinn Sæunn Kjartansdóttir mun fjalla um mikilvægi fyrstu áranna, hlutskipti foreldra og svara spurningum foreldra um það sem brennur á þeim. Sæunn er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna. Hún er höfundur bókanna Árin sem enginn man og Fyrstu 1000 dagarnir þar sem hún fjallar um umræðuefni fræðsludagsins.

Borgarbókasafnið Kringlunni býður upp á fjölskyldustundir fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungabörn og börn á leikskólaaldri. Fjölskyldustundirnar eru vikulega á föstudögum kl. 14-15 og eru þær tilvalinn vettvangur fyrir foreldra til að hittast, bera saman bækur sínar og deila reynslu sinni í notalegu og hlutlausu umhverfi. Þroskaleikföng verða á staðnum fyrir börnin og kaffi og te fyrir fullorðna. Öðru hverju verður boðið upp á viðburði eða fræðslu sem tengist uppeldi og foreldrahlutverkinu.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir:

Jessica Devergnies-Wastraete, jessica [at] reykjavik.is

s: 411 6205

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 16. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00