Cafe Lingua | Dagur íslenskrar tungu

Raddir íslenskunnar eru margvíslegar

Fögnum röddum íslenskunnar! 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudagur, 15. nóvember kl 17:00

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu fögnum við íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í Reykjavík. 

Cafe Lingua  er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

„Cafe Lingua-lifandi tungumál“ er samstarf Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar við Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið „Linguae" og Íslenskuþorpið.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
S. 411-6182

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 15. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:30