
Sögubíllinn Æringi 10 ára
Sögubíllinn Æringi er 10 ára í ár og er ætlunin að halda sérstalega uppá afmælið vikuna 28.maí - 3. júní. Þá verður börnum boðið í menningarhús Borgarbókasafnsins í Grófinni og Spönginni þar sem þau lesa upp sögur af ævintýrapersónunum sem hafa komið í bílinn og sagt sögur. Í spönginni koma börn frá Ingunnarskóla en í Grófinni eru það börn úr Melaskóla sem heimsækja okkur. Einnig verður sýning á þessum söfnum yfir uppákomur Æringja í þessi 10 ár. Sýninginn opnar í Spönginni mánudaginn 28. maí en 29. maí í Grófinni.
Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir
olof.sverrisdottir [at] reykjavik.is