Æringi í 10 ár | Kringlunni

Æringi 10 ára

Sýning á starfsemi sögubílsins Æringja síðan hann var vígður 2008 prýðir núna veggi barnadeildar Borgarbókasafnsins Kringlunni.

Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Haldið var uppá það vikuna 28. maí - 3. júní með ýmsum uppákomum og haldin sýning í Borgarbókasafninu Grófinni og í Spönginni með myndum frá starfsemi sögubílsins  þessi 10 ár. Börn í Ingunnarskóla og í Melaskóla sömdusögur og teiknuðu myndir af persónunum sem hafa komið í  Æringja gegnum tíðina. Þetta eru sögukonurnar Sóla sögukona, Björk bókavera og Æra Æringjadóttir.

 Nú er þessi sýning komin í menningarhús Borgarbókasansins Kringlunni með örlítið breyttu sniði.  

Börn Reykjavíkurborgar þekkja bílinn vel því bíllinn hefur ferðast á milli leikskóla borgarinnar í 10 ár og næstum hvert einasta barn 14 ára og yngra hefur komið í bílinn að hlusta á sögu.

Sögubíllinn Æringi er í boði Borgarbókasafnsins og kemur á leikskólana að kostnaðarlausu og hafa viðtökur verið stórkostlegar hjá starfsfólki leikskólanna.

Sýningin stendur út desember 2018

 

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 16. nóvember 2018 to mánudagur, 31. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:00

Viðburður endar: 

16:00