Unglingar

Borgarbókasafnið er staður unga fólksins. Þar er að finna fullt af skáldsögum og fræðibókum um allt milli himins og jarðar, tónlist, kvikmyndir, tímarit og margt fleira. Öll söfnin bjóða upp á „heita reiti“, aðgang að tölvum og netinu gegn vægri greiðslu og notalega og afslappaða aðstöðu til lesa, læra eða spjalla saman.

Á bókasafninu finnurðu meðal annars:

 • skáldsögur
 • heita reiti
 • fræðibækur
 • aðgang að tölvum og netinu gegn vægu gjaldi
 • myndasögur
 • fat boy
 • tónlist
 • grænar bækur - endurlestur
 • notalega aðstöðu til að lesa, læra, spjalla, hanga og njóta
 • kvikmyndir
 • tímarit
 • tungumálanámskeið
 • frítt skírteini að 18 ára aldri
 • og margt, margt, margt fleira

Áhersla er lögð á samstarf og samvinnu eins og sést glögglega í vinsældum hins árlega ljóðaslamms og myndasögusamkeppni. Kamesið er einnig opið þeim sem vilja troða upp með eigin efni eða annarra, en það hentar vel undir viðburði og dagskrár sem ekki krefjast mikils pláss.

Skírteini kostar ekkert fyrir alla upp að 18 ára aldri.

Bókvit er bloggsíða Borgarbókasafnsins fyrir ungt fólk en þar er hægt að fá ábendingar um skemmtilegt lesefni og annað gagnlegt (og líka gagnslaust) sem tengist bókum og bókasöfnum. Kíktu á bokvit.tumblr.com!

Þú getur líka komið á safnið og leitað að lesefni eða bara beðið starfsfólkið um ábendingar.

Á leitir.is er hægt að leita að öllu því efni sem til er á bókasöfnunum, hvort sem það eru bækur, tímarit, tónlist, kvikmyndir eða hljóðbækur.

Vertu velkomin/n í Borgarbókasafnið!