Sögubíllinn Æringi

  • Sögubíllinn Æringi - Borgarbókasafn Reykjavíkur
  • Sögubíllinn Æringi - Borgarbókasafn Reykjavíkur

Sögubíllinn Æringi, sem er litli bróðir bókabílsins Höfðingja, heimsækir leikskóla Reykjavíkur og býður börnunum í sögustund. Æringi hefur aðsetur í Ársafni.

Ævintýralegar myndir prýða bílinn en efnt var til samkeppni meðal myndlistarmanna um skreytingar og bar Brian Pilkington sigur úr býtum. Sögubíllinn er ekki bara ævintýralegur að utan heldur einnig að innan, dökk flauelstjöld og stjörnur í lofti skapa skemmtilega og spennandi umgjörð um sögurnar.
Hekla hf og Þróunarsjóður leikskólaráðs veittu styrk til að koma sögubílnum í gang.

Hægt er að panta sögubílinn í heimsókn til dæmis í stofnanir, hverfahátíðir eða aðra viðburði í borginni. Allar nánari upplýsingar veitir Ólöf Sverrisdóttir í síma 664 7718, olof.sverrisdottir@reykjavik.is