Menningarhús Gerðubergi

  • Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi
  • Gerðuberg - Kaffi 111
  • Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi
  • Borgarbókasafnið Menningarhús Gerðubergi
  • Borgarbókasafnið menningarhús Gerðubergi

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16.nóvember fögnum við íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í nærumhverfinu og spyrjum: „Af hverju er íslenskan mikilvæg fyrir þig?“ og „Af hverju ert þú mikilvæg/-ur fyrir íslenskuna?“

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru þrískipt og er veitt fyrir bestu barna- eða unglingabók á íslensku, fyrir bestu íslensku þýðinguna á barna- eða unglingabók og fyrir bestu myndskreyttu barna eða unglingabókina. Verðlaunin eru veitt síðasta vetrardag ár hvert.

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til verðlaunanna fyrir bækur útgefnar árið 2017 og eru bókaútgáfur og sjálfstæðir útgefendur hvattir til að tilnefna bækur sínar til þessara virtu fagverðlauna.

Handhafar Barnabókaverðlauna vorið 2017: Linda Ólafsdóttir myndskreytir, Halla Sverrisdóttir þýðandi og Ragnheiðar Eyjólfsdóttur skáldkona.