Hlaðvarp Borgarbókasafnsins

Í hlaðvarpi Borgarbókasafnsins skrafar starfsfólk safnsins um nýjar bækur og gamlar, barnabækur, þáttaraðir og hvaðeina sem fyrir augu okkar kemur hér á safninu. Í fyrstu þáttaröðinni sóttum við innblástur í Íslandskort bókmenntanna og lögðum upp í hringferð um landið, þar sem við beindum sjónum okkar að safnkosti sem tengdist hinum ýmsu áfangastöðum. Næst voru það leikhúsbókmenntirnar, Bókmenntir augnabliksins, sem tóku við, og í aðdraganda jólabókaflóðsins buðum við til okkar ungum lestrarhestum til skrafs um nýjar barnabækur. Stöðugt bætist í sarpinn!

Upptökur fara að mestu leyti fram í Kompunni, hlaðvarpsstúdíói í Grófinni sem gestir safnsins geta bókað í netfanginu hladvarp@borgarbokasafn.is.

Hlaðvarpið er aðgengilegt á Spreaker og iTunes, og í öllum helstu hlaðvarpsforritum, undir notandanafninu Borgarbókasafnið.

Í nýjustu þáttaröðinni, Sumarlestrinum, fer starfsfólk vítt og breitt um lendur bókmenntanna. Bókalista þáttanna má nálgast hér

Jóladagatal Borgarbókasafnsins 2017

 Þórarinn Leifsson samdi fyrir okkur söguna Jósi, Katla og jólasveinarnir, en við birtum nýjan kafla á hverjum degi í desember. Hér má hlusta á söguna í flutningi höfundar í heild sinni.