Svona notuðuð þið Borgarbókasafnið árið 2018

Þið tókuð að láni samtals 705.074 bækur, tímarit, vínylplötur, CD og DVD diska og annað sem var í boði á bókasafninu árið 2018. Útlán jukust samtals um 3,2% frá árinu áður.

En færri geisladiskar, DVD diskar og tímarit lánuðust.
Tónlist á CD og vínyl -12.8% 
Kvikmyndir og þættir -0,7%
Tímarit -3,2%

Bækurnar bættu á sig.
Bækur +6,1%

Svona skiptust útlánin niður á söfnin okkar
Grófin +3,5%
Kringlan +3%
Sólheimar +4,4%
Gerðuberg +10,7%
Spöng +1,4%
Árbær -0,5

Þar að auki bætti Rafbókasafnið heldur betur við sig. Samtals voru 20.063 bækur teknar að láni þar sem þýðir 103,5% aukning frá árinu 2017!

Við erum einstaklega stolt af því vegna þess að 53% notenda Rafbókasafnsins eiga kort hjá Borgarbókasafninu.

Takk fyrir að nota bókasafnið!

Myndbandið vann Ninna Þórarinsdóttir, teiknari, og Esther Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri. 

.