Kvennaþing Ölfu Rósar sett upp í Grófinni

  • Alfa Rós

Alfa Rós Pétursdóttir setur upp verkið Kvennaþing á kvennafrídeginum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
24. október 2018

Í tilefni af kvennafrídeginum höfum við fengið listakonuna Ölfu Rós Pétursdóttur til liðs við okkur og munum hengja upp verk eftir hana í Grófinni. Um er að ræða heklað verk sem kallast Kvennaþing og tengist femínískri baráttu og byltingum samtímans. 

Alfa Rós segir að verkinu sé ætlað að upphefja handverk kvenna og lærði hún því nýjar handverksaðferðir fyrir þetta verk og önnur skyld. Verkið táknar samfélag kvenna og samstöðu innan þess og sýnir konur eins og þær eru, sem er alls konar þegar að er gáð. Brjóst koma ekki alltaf í pörum og tilheyra ólíkum manneskjum. Þau eru líkamshluti eins og hver annar. Mikil vinna liggur að baki verkinu og í vinnsluferlinu sýndi margt fólk samstöðu í verki.

Í dag, 24. október, ganga konur út kl. 14:55 á öllum bókasöfnum hjá okkur. Árbær, Kringlan, Sólheimar og Gerðuberg loka þá. Spöngin og Grófin verða opin, þar eru karlmenn sem halda opnu. Gerðuberg opnar aftur kl. 18. Önnur söfn opna ekki aftur (Kringlan, Sól og Árbær). Ath. að menningarhúsið Gerðuberg er opið þótt bókasafnið loki milli 14:55 og 18:00. 

Verkið verður til sýnis til 2. desember 2018.

.