Við skin Norðurljósa | Veggspjöld frá Póllandi

Veggspjöld eftir Leszek Żebrowski, Sebastian Kubica og Moniku Starowicz í Gerðubergi

Leszek Żebrowski, Sebastian Kubica og Monika Starowicz sýna veggspjöld

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
23. september – 19. nóvember 2017

Verið velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 23. september kl. 14. Sýningin er á dagskrá pólsku menningarhátíðarinnar Við skin Norðurljósa sem haldin verður í Reykjavík og á Akureyri dagana 23. – 29. september.

Í Gerðubergi verða sýnd veggspjöld eftir þrjá samtímalistamenn; Leszek Żebrowski, Sebastian Kubica og Moniku Starowicz en þau eru sértakir gestir hátíðarinnar. 

Leszek Żebrowski „Fátæk veggspjöld“
Í sambandi við hugmyndina um „fátæka leikhúsið“ frá leikstjóranum Jerzy Grotowski, er markmiðið með „fátæka veggspjaldinu“ að kynna það form sem listræna afurð sem hefur verið  „hreinsuð“ af öllum óþarfa. Aðferð Zebrowski felst í að teikna beint á offset plötu sem síðan er fjarlægð þannig að eftir stendur svart-hvítt prent. Hann er einn af fáum listamönnum sem fást við veggspjaldagerð sem hefur ekki tekið tæknina í sína þjónustu heldur notar einungis berar hendur við listsköpun sína.

Sebastian Kubica „Smásögur“
Öll veggspjöld innihalda sögu, ferðalag sem höfundurinn býður áhorfendum í. Á þessari sýningu gefst áhorfendum kostur á að stíga inn í veröld fulla af dulúð og göldrum. Kubica hefur sérstakan áhuga á hönnun, teikningu, grafíkverkum og myndskreytingum. Sérstaða veggspjalda hans liggur í frumlegum hugmyndum  sem hann útfærir markvisst til þess að þjóna viðfangsefninu.

Monika Starowicz „Hrifnæmi kvenna“
„Veggspjöld eiga að vera falleg en um leið að senda sterk skilaboð. Ég fylgi minni innri rödd og í hverju veggspjaldi sem ég geri er hluti af mér sjálfri. Ég leik mér með liti, áferð og form sem eru í veggspjaldinu og hreyfir vonandi við áhorfandanum og hvetur hann til aðgerða.“  

Listsmiðja fyrir 9-12 ára
Sunnudaginn 24. september verður 9-12 ára krökkum boðið að taka þátt í smiðju þar sem þau fá að spreyta sig í gerð veggspjalda. Sjá nánar…

Veggspjöld eiga sér lengri og merkilegri sögu en marga grunar. Í Póllandi er veggspjaldagerð hátt skrifuð og á sér merka sögu sem listgrein. Í menningarborginni Kraká er að finna gallerý sem Krzysztof nokkur Dydo stofnaði, en hann hefur til margra ára safnað öllum gerðum af veggspjöldum eftir pólska listamenn. Galleríið stendur fyrir fjölda sýninga og verkefna til að kynna þessa merku listgrein pólskra listamanna. Á hátíðinni verða opnaðar listsýningar þar sem getur að líta veggspjöld frá ýmsum tímum og kynna ýmist það sem hæst ber í menningarlífinu svo sem í leikhúsum, óperu eða kvikmyndum eða koma á framfæri skilaboðum til samfélagsins í formi hvatningar, auglýsinga eða áróðurs. Á hátíðinni verður einnig boðið upp á fyrirlestra og kvikmyndasýningar sem gefa innsýn í þessa merkilegu listgrein.
Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá hátíðarinnar…

Fylgist með á Facebook-síðu verkefnisins 

Verkefnið er unnið í samstarfi við mennta- og menningarráðuneytið og Þjóðminjasafn Póllands. 

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir
gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is 
Sími: 411 6115

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 23. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00