Um safnið

Borgarbókasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15
IS-101 Reykjavík
Kennitala: 530269-7609

Sími: 411 6100
Fax: 411 6159

Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 10-16.

Forstöðumaður: Pálína Magnúsdóttir, palina.magnusdottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn Reykvíkinga og er öllum opið. Það starfar samkvæmt bókasafnalögum nr. 150 frá 2012yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um almenningsbókasöfn frá 1994, menningarstefnu Reykjavíkurborgar og samþykkt fyrir Borgarbókasafn frá 2015.

Borgarbókasafnið er rekið af Reykjavíkurborg og heyrir undir Menningar- og ferðamálasvið.

Safnið var stofnað 1919 en hóf starfsemi 19. apríl 1923. Í safninu eru nú um 500.000 bækur og tímarit auk geisladiska, myndbanda og margmiðlunarefnis svo eitthvað sé nefnt. Í öllum söfnunum eru svokallaðir heitir reitir fyrir þá sem vilja koma með eigin tölvur og vinna á Netinu.

Safnkosturinn er allur skráður í tölvukerfi safnsins, leitir.is.

Útlánsstaðir safnsins eru sjö. Auk þess rekur safnið bókabíl með viðkomustaði víðs vegar um borgina og sögubílinn Æringja sem heimsækir leikskóla. Bókasafnið í Mosfellsbæ og Bókasafn Seltjarnarness eru samstarfssöfn Borgarbókasafnsins. Í því felst að einungis þarf að eiga skírteini í einu þessara safna til að nýta sér þjónustu hinna.

Bókasöfn eru mikilvæg gátt inn í samfélagið og starfsemi þeirra getur stuðlað að gagnkvæmri félagslegri aðlögun. Þar er aðgangur að upplýsingum, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist, dagblöðum og tímaritum. Auk þess að eiga góðan safnkost og vera mikilvægur lykill að upplýsingasamfélaginu er bókasafnið staður þar sem einstaklingar mæla sér mót og hópar koma saman. Ný tengsl geta myndast og í bókasafninu má byggja brýr milli menningarheima og þekkingarsviða.

Skipurit Borgarbókasafnsins

Skipurit.jpg