Um safnið

Borgarbókasafnið Kringlunni var opnað í viðbyggingu sem tengir saman Kringluna og Borgarleikhúsið þann 27. október 2001. Húsnæði safnsins er 740 m2 á einni hæð.
Bókabíllinn Höfðingi hefur bækistöð í Borgarbókasafninu Kringlunni.

Safnkosturinn er fjölbreyttur, um 65.000 eintök. Auk bóka og tímarita fyrir alla aldurshópa eru til útláns í safninu hljóðbækur, tungumálanámskeið, margmiðlunarefni, teiknimyndasögur, tónlistardiskar, myndbönd og DVD-myndir. Safnið leggur sérstaka áherslu á leikbókmenntir og efni sem tengist leiklist og leikhúsvinnu. Einnig er úrval bóka um kvikmyndir og dans.

Þægileg aðstaða er á safninu fyrir gesti til að lesa dagblöð og annað áhugavert efni og boðið er upp á kaffi.

Upplýsingaþjónusta er veitt í safninu. Með hjálp starfsmanna hennar geta gestir fengið aðgang að ýmsum gagnagrunnum, bæði innlendum og erlendum.

Hægt er að panta sögustundir og safnkynningar fyrir hópa.

Gestir safnsins hafa aðgang að nettengdum tölvum gegn vægu gjaldi. Einnig er heitur reitur fyrir gesti sem kjósa að nota eigin fartölvur. 

Góð aðstaða er fyrir hreyfihamlaða í safninu og aðgengi að húsinu gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið.
Strætisvagnaferðir að Kringlunni eru greiðar og viðkomustaðir strætisvagnaleiða S3, og S6 eru við Miklubraut. S1 og S2 stansa við Kringlumýrabraut og 13 og 14 við Borgarleikhúsið.