Tónlist

Tónlist er lánuð út endurgjaldslaust í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins nema Sólheimum. Í Árbæ, Spöng, Gerðubergi og Kringlu er fyrst og fremst að finna valið íslenskt efni og, í minna mæli, erlent efni með mismunandi áherslum eftir söfnum. Tónlist fyrir börn er að finna í barnadeildum safnanna og er þar mest áhersla lögð á íslenskt efni.

Tón og mynd í aðalsafni

Mesta úrvalið er þó að finna í tón- og mynddeild, sem staðsett er á 5. hæð í Grófinni. Þar er að finna þúsundir titla á flestum tegundum tónlistar, íslenskrar sem erlendrar, á geisladiskum, vinýlplötum og mynddiskum. Hægt er að hlusta á tónlist í hljómflutningstækjum, ferðaspilurum og eigin tölvum. Í deildinni eru auk þess til útláns tónlistartímarit, nótur og raddskrár, að ógleymdum bókum um tónlist og ævisögum tónlistarfólks.

Einnig er hægt að streyma mikið úrval af tónlist í gegnum Naxos tónlistarveiturnar sem aðgengilegar eru lánþegum safnsins. Innskráning fyrir Naxos tónlistarveiturnar

Þá má benda á Kamesið, sem er lítið rými innan deildarinnar. Þar er aðstaða til ýmiss konar tónlistartengdra uppákoma og sýninga. Nánari upplýsingar um Kamesið gefur Sigurður Jakob Vigfússon, sigurdur.jakob.vigfusson@reykjavik.is.

Líkt og annan safnkost er hægt að fá tónlist senda milli safna Borgarbókasafns

Hægt er að fletta upp á leitir.is til að athuga hvort tiltekin tónlist sé til í Borgarbókasafni. Ef svo er ekki er hægt að senda tillögu um að efnið verði keypt á safnið hér til hægri.