Safnkostur

Borgarbókasafn leggur metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost sem höfðar til og nýtist börnum, ungu fólki og fullorðnum. Safnið leggur áherslu á að kaupa inn íslenskt efni, skáld- og fræðirit, tónlist, kvikmyndir og fræðimyndir en einnig að fylgjast með og kaupa inn áhugavert efni sem gefið er út erlendis.

Í Borgarbókasafni er meðal annars að finna

Í öllum deildum safnsins er hægt að setjast niður og fletta dagblöðum og nýjum tímaritum. Þar eru líka til afnota alfræðibækur, orðabækur og önnur uppsláttarrit.

Er bókin/diskurinn/myndin inni? Leitaðu á Leitir.is. Leitir.is er bókasafnskerfi sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna.

Uppbygging safnkosts

Við uppbyggingu safnkosts Borgarbókasafns Reykjavíkur er leitast við að hún sé í samræmi við hlutverk þess, stefnur og önnur viðmið eins og slíkt birtist hverju sinni. Safnið er upplýsinga- og menningarstofnun sem starfar í samræmi við gildandi bókasafnalög svo og önnur lög, reglugerðir og samþykktir er þau varða m.a.: