Sýningar- og viðburðahald

Langar þig að sýna eða ertu með góða hugmynd að viðburði?

Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningar- og /eða viðburðahald hér á heimasíðunn. Hægt er hlaða niður eyðublaðinu og senda í tölvupósti ásamt fylgigögnum.

Sýningarnefnd Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarnefnd áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.

Reykjavíkurtorg
Torgið hentar vel sýningar- og viðburðahalds
Stærð: 79,2 fermetrar

Þegar torgið er ekki bókað vegna viðburða er gestum velkomið að tylla sér niður og kíkja í tímarit og bækur, hitta fólk og sinna sínum hugðarefnum. Þráðlaust net í boði.
Ekki þarf að bóka aðstöðu fyrirfram.

Bókatorg
Torgið hentar vel til viðburðahalds, s.s. móttökur, tónleika og kynninga
Stærð: 64 fermetrar

Á torginu er jafnan að hægt að sækja innblástur í nýjustu bækurnar og annað áhugavert efni sem þar er stillt út, gjarnan í tengslum við umræðuna og uppákomur ýmiss konar. 
 

Ljóðatorg
Torgið hentar vil fyrir litla viðburði, s.s. upplestur, fámennar móttökur eða kynningar
Stærð: 19 fermetrar

Myndasögusýningarými
Í myndasögudeildinni á 2. hæð í Grófinni er boðið upp á myndasögusýningar. Sýningarrýmið er óhefðbundið en myndverkin eru gjarnan hengd framan á bókahillur og á milli þeirra.
 

Kamesið
Um er að ræða lítið rými sem hentar vel til kvikmyndasýninga.
Stærð: 12,6 fermetrar | 12 manns í sæti
 

UMSÓKN UM SÝNINGARRÝMI - Smelltu á linkinn til að hlaða niður eyðublaðinu

UMSÓKN UM VIÐBURÐAHALD - Smelltu á linkinn til að hlaða niður eyðublaðinu