Petr Kopl - Myndasögur og myndskreytingar

Petr Kopl - Sýning myndasögur Borgarbókasafnið Gerðuberg

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
21. janúar – 4. mars 2018

Verið velkomin á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14.

Á sýningunni í Gerðubergi má sjá úrval myndasagna og myndskreytinga eftir Petr Kopl (f. 1976) en hann er einn þekktasti myndasöguhöfundur Tékka. Hann er afkastamikill teiknari en starfar auk þess við grafíska hönnun, blaðamennsku, handritaskrif og leiklist. 

Petr Kopl hefur hlotið mikið lof fyrir myndasöguútgáfur sínar upp úr þekktum bókmenntaverkum. Skytturnar þrjár, Baskerville hundurinn, Drakúla, Arthúr konungur og sögur af einkaspæjaranum Sherlock Holmes eru hvað þekktastar og koma út í bókaflokknum Victoria Regina. Petr Kopl hefur myndskreytt fjölda barnabóka, þ.á m. bókaflokkinn The Magical Atlas of Journeys through Time eftir rithöfundinn Veroniku Válková en þess má geta að hún sótti Ísland heim á síðasta ári og las upp úr verkum sínum fyrir gesti Borgarbókasafnsins. 

Petr Kopl á heiðurinn af fyrstu ofurhetju Tékka í myndasöguflokknum The Meaningful Miracle sem hann gefur út ásamt Peter Mack og hefur notið mikilla vinsælda í Tékklandi.

Petr Kopl hefur hlotið mörg verðlaun á ferli sínum, m.a. fyrir besta myndasöguhandrit og –teikningar í Tékklandi 2012, 2013, 2014 og 2016. Štěky Broka Špindíry (tékknesk útgáfa af Garfield) var kosin besta myndasaga ársins í Tékklandi 2012 og Sherlock Holmes – Scandal in Bohemia hlaut sömu verðlaun árið 2013. Það sama ár hlaut Petr Kopl hin virtu Fabula Rasa verðlaun fyrir bók sína Scandal in Bohemia.

Heimasíða Petr Kopl

Nánari upplýsingar veitir:
Ninna Margrét Þórarinsdóttir, verkefnastjóri sýningarhalds og miðlunar
Netfang: ninna.margret.thorarinsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100 / 411 6170

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 21. janúar 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00