Og nú er það heimurinn allur...

  • Unnið að Íslandskortinu fyrir Kaffitár

Á laugardaginn kemur Söguhringur kvenna saman í Borgarbókasafninu í Grófinni til að hefja nýtt listsköpunarferli. Við hvetjum konur á öllum aldri og af ólíkum uppruna að mæta og vera með og setja sitt mark á heiminn. Íslandskortið sem Söguhringur kvenna bjó til fyrir Kaffitár hefur heldur betur fengið að njóta sín en það eru þó kannski ekki allir sem vita að söguhringurinn eigi heiðurinn af listaverkinu sem prýðir umbúðir og umhverfi fyrirtækisins. Heimskortið verður unnið undir listrænni stjórnun Lilianne van Vorstenbosch myndlistarkonu en hún mun kynna verkefnið í Borgarbókasafninu í Grófinni n.k. laugardag á milli 13.30 og 16.30. Ekki er gerð nein krafa um reynslu á sviði myndlistar og öllum konum er velkomið að koma og taka þátt. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um verkefnið...