Myndlistarsýning í Árbæ | 7.6. - 29.9.

Myndlistarsýning

Kristbjörg Þorsteinsdóttir sýnir á Veggnum

Borgarbókasafn | Menningarhús Árbæ
7. júní – 29. september 2017

Kristbjörg hefur lengi verið áhugamaður um ljósmyndun og hefur tekið mikið af myndum. Hún hefur alltaf haft gaman af að vinna með liti og fyrir allmörgum árum tók hún námskeið í vatnslitun og teikningu í Mími.  Þegar hlé varð á frá öðrum störfum ákvað hún að auka við þekkingu sína og lagði land undir fót .

 Kristbjörg fór til Danmerkur, Højskolen på Helnæs, í fimm mánaða nám í myndlist og fór í námsferðir m.a. til Feneyja og Flórens.

Kristbjörg hefur einnig stundað nám við:

Myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Myndlistarskóla Mosfellsbæjar í málun hjá Soffíu Sæmundsdóttur.
Myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophaníasdóttur myndlistarkonu  haust 2015 og vetur 2016.

Kristbjörg hefur búið í Árbænum í síðastliðin 32 ár.

Nánari upplýsingar veitir: Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is.

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 29. september 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

19:00