Myndasögusamkeppni

Frá því árið 2009 hafa Borgarbókasafn og Myndlistaskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Nexus, staðið fyrir myndasögusamkeppni og -sýningu fyrir ungt fólk. Skiladagur keppninnar er vanalega í lok apríl og er sýning á verkunum sett upp í maí.

Þema keppninnar árið 2018 var KYNJAVERUR.

Sjá nánar um keppnir fyrri ára hér til hliðar, upplýsingar um keppni ársins 2019 verða birtar hér þegar nær dregur.

Nánari upplýsingar veitir Ninna Margrét Þórarinsdóttir, verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds, ninna.margret.thorarinsdottir@reykjavik.is.