Leshringurinn | Konu- og karlabækur

Leshringurinn |  konu og karlabækur

Leshringurinn | Konu- og karlabækur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Miðvikudaginn 7. mars kl. 16:15

Í umsjón Jónínu Óskarsdóttur. Skráning nauðsynleg.

Leshringurinn tengdi saman ferðalýsingar á Hornströndum til að finna sögusvið bókarinnar hennar Jakobínu Sigurðardóttur, Í barndómi. Flestar leshringskonur höfðu gengið um þessar slóðir. Einnig voru skoðuð ættartengsl bóka - aðrar skáldsögur Jakobínu og bækur þriggja dætra hennar og systur hennar Fríðu Á. Sigurðardóttur. Það sýndi sig að það er ekkert smávegis framlag til bókmennta sem á uppruna sinn á þessum afskekktu slóðum í Hælavík.

Lestur næsta mánaðar er því bók eftir eina af dætrum Jakobínu,
Sigríði Þorgrímsdóttur, Alla mína stelpuspilatíð. Síðan er ein smásaga úr bókinni Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur; Staðsetja, útvega, flokka, raða og varðveita.

Nánari upplýsingar veitir: Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 7. mars 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:15

Viðburður endar: 

17:15