Kvæðalagaæfing Iðunnar í Gerðubergi

iðunn, kvæðamannafélagið

Kvæðalagaæfing Iðunnar í Gerðubergi

Menningarhús Gerðubergi, 5. október, frá 19-21

Á fundinum verður sagt frá haustferð félagsins og farið með vísur sem urðu til í ferðinni. Einnig verður sagt frá hljóðritunum á vestfirskum kvæðamönnum frá árunum 1958 og 1959 sem Hallfreður Örn Eiríksson þjóðfræðingur hljóðritaði, nokkrir kvæðamenn verða kynntir og fundargestum leyft að heyra dæmi um kveðskap þeirra.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið og aðrir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla hagyrðingamótið, samkveðskapur og Skálda.

Á kvæðalagaæfingum fá menn að heyra gamlar upptökur af kvæðamönnum og að kynnast innviðurm félagsins. Stemmur (kvæðalög) eru kenndar og einnig rifjaðar upp þekktar stemmur.  

Kvæðalagaæfingar og félagsfundir Iðunnar eru öllum opnir.

Við viljum vekja athygli á því að félagsfundur Iðunnar fer svo fram föstudaginn 7. október frá kl. 20.00 - 22.30.

Nánari upplýsingar veitir:
Bára Grímsdóttir
bara.grimsdottir [at] gmail.com
 

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 5. október 2016

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:00

Viðburður endar: 

21:00