Kompan – hljóðver

  • Hljóðnemi

Kompan er lítið hljóðver í Grófinni tileinkað hlaðvarpsupptökum.

Rýmið er inréttað og hljóðeinangrað með fallegum bókum. Gestum bókasafnsins gefst kostur á að bóka Kompuna og nota upptökubúnað safnins fyrir hlaðvarpsupptökur þeim að kostnaðarlausu. Tekið er á móti bókunum í gegnum netfangið hladvarp [at] borgarbokasafn.is.

Borgarbókasafnið stendur sjálft fyrir framleiðslu á ýmsum hlaðvarpsþáttum og hafa þættirnir verið teknir upp í Kompunni. Hlustaðu á hlaðvarp Borgarbókasafnsins hér.

Viltu taka upp viðtal við langömmu þína? Ræða nýjustu fréttir við besta vin þinn? Taka upp þriggja tíma einræðu um skósmíðar? Kíktu í Kompuna – þar er, merkilegt nokk, pláss fyrir alla.