Kaffi 111 – Cocina Rodríguez

  • Evelyn Rodríguez og Óli Geir Jóhannesson

Á Kaffi 111, Cocina Rodríguez, í Gerðubergi er boðið upp á notalega stemmningu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Einnig er í boði kjarngóður hádegismatur alla virka daga kl. 11:30–13:00 og á laugardögum en þá er opið á milli 13:00 og 16:00. Cocina Rodríguez býður leigjendum fundarsala upp á veitingar fyrir öll tilefni.

Rekstur kaffihússins er í höndum Evelyn Rodríguez og Óla Geirs Jóhannessonar. 

Matseðill vikunnar – smellið hér

Opnunartími

  • Opið alla virka daga frá kl.10–17
  • miðvikudagskvöld til 21 ef viðburðir eru í húsinu
  • laugardaga frá kl. 13–16.

Veitingapantanir og nánari upplýsingar

Netfang: cocinakaffi111 [at] gmail.com
Sími 771 1479 / 411 6191