Hinsegin bækur

  • Regnbogafáni

Þegar bókasafn Samtakanna 78 var lagt niður, árið 2014, tók Borgarbókasafn við erlendum skáldsögum safnsins. Nú eru þessar bækur til útláns í Borgarbókasafni og er stærsti hluti þeirra er staðsettur í safninu í Grófinni. Þar hafa hinsegin bókmenntir á ensku sitt pláss í erlendu deildinni á annari hæð. Bækurnar eru merktar sem gjöf frá Samtökunum 78, og meginhluti þeirra auk þess er merktur S78 á kili.

Bókasafn Samtakanna 78 var byggt upp af félagsmönnum á þeim árum þegar aðgangur að hinsegin bókmenntum á Íslandi var enginn. Uppistaðan í safninu voru gjafir frá einstaklingum og stofnun þess mikilvægt framtak á sínum tíma. Safnið var svo lagt niður þegar Samtökin 78 fluttu í nýtt húsnæði á síðasta ári. Erlendar skáldsögur safnsins voru gefnar hingað en fræðibækur Þjóðarbókhlöðu.

Þegar Borgarbókasafn tók við safninu var lagt upp með að því yrði haldið við með innkaupum. Nýtt efni með sterkan hinsegin vinkil af ýmsum gerðum hefur því bæst inn í safnið að undaförnu. Má þar finna skáldsögur, krimma, ástarsögur, unglingabækur og smásagnasöfn frá ólíkum heimshornum sem bæst hafa við eldri klassík úr gjöf Samtakanna 78.