Heimsdagur barna | Faldir furðuhlutir

Heimsdagur barna | Faldir furðuhlutir

Heimsdagur barna | Faldir furðuhlutir

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 18. febrúar kl. 13-16

Á Heimsdegi barna mun barnamenningarhönnuðurinn Ninna Þórarinsdóttir standa fyrir smiðju í Borgarbókasafninu | Menningarhúsi Spönginni undir yfirskriftinni Faldir furðuhlutir, þar sem hún notast við muni úr verki sem heitir Safn ímyndunnar og furðuhluta. 

Safn ímyndunar og furðuhluta er samansafn af ótrúlegum hlutum sem fundist hafa víða um heiminn, meðal annars í Japan. Á Heimsdeginum verða hlutirnir eru faldir á víð og dreif um Borgarbókasafnið í Spönginni og geta ungir sem aldnir tekið þátt í að finna þá og ímynda sér söguna bakvið hlutina, og hvaðan í Japan þeir gætu komið.

 Smiðjan hentar öllum aldri þar sem leitað er að furðuhlutunum í safninu, spáð í þá og loks skrifaðar sögur eða teiknaðar myndir út frá þeim og ímyndaðri sögu þeirra.

Smiðjustjóri: Ninna Þórarinsdóttir

Heildardagskrá Heimsdags barna 2017

Heildardagskrá Borgarbókasafnsins í vetrarfríinu

Nánari upplýsingar veitir:
Inga María Leifsdóttir, verkefnastjóri viðburða
Netfang: inga.maria.leifsdottir [at] reykjavik.is 
Sími: 411 6189 / 861 4879

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 18. febrúar 2017

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

16:00